news

Hreyfivika og íþróttadagur Króks

29. 06. 2023

Hreyfivika (Move week) var haldin 5.-9. júní síðastliðinn. Börnin fengu hreyfibingóspjald til að taka heim þar sem þau ásamt foreldrum voru hvött til þess að hreyfa sig utan vinnu/leikskólatíma. Deildar fengu einnig afrit af hreyfibingói og fóru fram umræður þar um hvaða hreyfingu börnin höfðu stundað. Boðið var uppá morgunjóga fyrir börnin í hreyfivikunni og fengu þau svo morgunverðarhlaðborð á eftir. Íþróttadeginum var frestað til 21. júní vegna veðurs og var upphitun fyrir framan leikskólann sem skólastjóri stýrði áður en hlaupið var af stað Krókshlaupið þar sem börn, kennarar og þeir foreldrar sem tóku þátt hlupu hring í kringum fótboltavöllinn. Þegar komið var í mark fengu allir ávexti og drykk. Búið var að setja upp allskyns stöðvar á lóð leikskólans sem hægt var að leika á eftir hressinguna. Það er alltaf jafn gaman í hreyfivikunni og virtust allir skemmta sér vel.




© 2016 - Karellen