news

Lestrarátak - Bókaormur

09. 03. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú er lestrarátakið okkar hálfnað, búið að standa yfir í 3 viku. Ormurinn okkar lengist hægt og rólega og gaman væri ef hann næði að fara allan hringinn og bíta í skottið á sér. Nú verða allir að hjálpast að og vera duglegir að lesa fyrir börnin heima því það eru bara þrjár vikur eftir af átakinu, því lýkur 27. mars.

Að lesa á hverjum degi fyrir börnin er góð málörvun. Þegar við lesum örvum við orðaforða barna, þau kynnast annarskonar málfari en við notum venjulega og það er gott að lesa sömu bókina aftur og aftur.

Við sendum ykkur hér slóð á skemmtilegan bækling um málþroska barna sem gott er fyrir ykkur að lesa.

0-3 ára

https://reykjavik.is/sites/default/files/malthroski_0-3_3_0.pdf

og 3-6 ára

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/malthroski_3-6_3.pdf


© 2016 - Karellen