news

Lestrarátak á Króki tengt vinnu með Lubba og málbeinin hans

13. 12. 2019

Á Króki var tekið lestrarátak sem tengt var við hljóðaaðferðina Lubbi finnur málbein. Lestrarátakið stóð yfir frá 14. október – 11. nóvember. Undanfarin ár höfum við nýtt okkur hljóðaaðferð Lubba til að leggja inn málhljóðin. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem ferðast um Ísland og kynnir íslensku málhljóðin sem eru 35 talsins. Lestrarátakið gekk út á að fyrir hverja bók sem var lesin fengum við eitt lubbabein sem hengt var uppá vegg í Gjánni hjá myndinni af Lubba. Beinin voru á litin eins og deildirnar, gul, rauð, græn og blá. Allir höfðu gaman að því að setja bein hjá Lubba eftir lestur hverrar bókar og var gaman að sjá hve margar bækur voru lesnar á tímabilinu. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast efnið um Lubba á heimasíðunni www.lubbi.is

© 2016 - Karellen