news

Hreyfivika og íþróttadagurinn

23. 06. 2021

Hreyfivika (Move week) var haldin 31. maí til 4. júní. Börnin fengu hreyfibingóspjald til að taka heim þar sem þau ásamt foreldrum voru hvött til þess að hreyfa sig utan vinnu/leikskólatíma. Deildar fengu einnig afrit af hreyfibingói og voru börnin spurð hvað þau voru búin að gera af hreyfibingóinu. Þannig sköpuðust skemmtilegar samræður um útiveru og hreyfingu. Boðið var uppá morgunjóga fyrir börnin í hreyfivikunni og fengu þau svo morgunverðarhlaðborð á eftir. Íþróttadeginum var frestað um viku þar sem árgangar 2015, 2016 og 2017 fóru í Kvikuna á skemmtun. Föstudaginn 11. júní var síðan íþróttadagurinn haldinn. Upphitun var fyrir framan leikskólann með stemmings tónlist og börnin hlupu hring í kringum fótboltavöllinn. Þegar þau komu í mark fengu allir ávexti og drykk. Búið var að setja upp allskyns stöðvar, m.a. þrautabraut og andlitsmálningu á leikskólalóðinni. Síðan var boðið upp á hamborgara í hádeginu. Allt þetta gekk mjög vel og börn og kennarar skemmtu sér vel.


© 2016 - Karellen