news

PMTO námskeið

19. 09. 2019

PMTO námskeið er fyrir foreldra barna 4 - 12 ára sem vilja nýta hagnýtar aðferðir í uppeldinu undir leiðsögn reyndra aðila. Foreldrarlæra aðferðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum barns og stuðla að góðri aðlögun þess með því að: Nota skýr fyrirmæli, hvetja börn til jákvæðrar hegðunar, nota jákvæða samveru og afskipti, setja hegðun barna mörk, rjúfa vítahring í samskiptum, vinna með tilfinningar og samskipti, hafa markvisst eftirlit, leysa ágreining, markviss tengsl heimilis og skóla.

Námskeiðið er haldið hjá skólaþjónustu 3. hæð á bæjarskrifstofunni mánudaginn kl. 17:00-19:00 í átta skipti sem hefst 7. október og lýkur 25. nóvember.

Þátttökugjald er kr. 12.500 fyrir fjölskyldu. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar.

Upplýsingar og skráning: ingamaria@grindavik.is

Leiðbeinendur: Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur, Sigrún Pétursdóttir ráðgjafi og Thelma Björk Guðbjörnsdóttir félagsráðgjafi. Leiðbeinendur eru PMTO meðferðaraðilar.

© 2016 - Karellen