news

Spennandi þróunarverkefni sem við á Króki erum þátttakendur í

21. 10. 2019

Heilsuleikskólinn Krókur mun næstu tvö ár taka þátt í afar spennandi þróunarverkefni sem styrkt er af menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Verkefnið ber heitið Félagsleg hæfni leikskólabarna sem lykill að fullgildri þátttöku (BE-CHILD) og snýst um samstarf háskóla, rannsóknastofnana, leikskóla og kennara um þróun náms og kennslu í félagsfærni barna á aldrinum 0-6 ára. Háskóli Íslands leiðir verkefnið en auk Íslands eru Ítalía, Rúmenía, Búlgaría, Tékkland og Eistland. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræði ungra barna, stýrir verkefninu fyrir hönd Háskólans en auk hennar vinnur Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor í leikskólafræði, að verkefninu. „Félagsfærni er mikilvægur grunnur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Börn þróa félagsfærni með því að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi leikskólans. Leikur er meginnámsleið barna þar sem þau þróa félagsleg tengsl við önnur börn. Kannaðir verða starfshættir í leikskólum og verða niðurstöðurnar nýttar til að þróa náms- og kennsluefni í félagsfærni fyrir leikskólakennara,“ lýsir Jóhanna. Erum við afar spennt að taka þátt í þessu verkefni og teljum að starfshættir okkar með Rósemd og umhyggju verkfærin eigi mjög vel heima þar.

© 2016 - Karellen