news

Ungur nemur gamall temur

21. 12. 2017

Í vetur eins og undanfarin ár höfum við verið í samstarfi við Miðgarð í Víðihlíð. Við heimsóttum þau í október og komu þau til okkar núna í desember. Í leikskólanum áttum við saman gæðastund við að baka piparkökur. Eftir baksturinn sungu börnin fyrir gestina og síðan borðuðum við afraksturinn með heitu súkkulaði og rjóma. Markmiðið með heimsóknum er að brúa bilið milli kynslóða, njóta samvista og læra hvert af öðru. Við vorum mjög ánægð með mætinguna og þökkum eldri borgurum fyrir ánægjulegaog lærdómsríka stund.


© 2016 - Karellen