news

Útivísindadagur

13. 06. 2023

Þann 2. júní vorum við með útivísindadag en þar er markmiðið að leyfa börnunum að sjá og taka þátt í vísindatilraunum utandyra. Í ár voru settar upp mismunandi stöðvar á útisvæðinu, þar sembörnin máttu fara á milli og prófa ýmis vísindaverkefni.

Í boði var:

-Að skoða ýmsa hluti í mismunandi smásjám ásamt að kanna þyngd hlutanna.

-Að gera tilraunir með vatn en sullustöð var í boði.

-Að gera tilraun með matarsóta, edik og matarlit og sjá hvað gerist þegar edikið sem sett var á með dropateljara blandaðist við matarsótann.

Dagurinn lukkaðist vel og voru börnin mjög áhugasöm að prófa.

© 2016 - Karellen