Velkomin á Bláaberg.

Á Bláabergi eru börn fædd 2017 og kallast hópurinn Stjörnuhópur. Á deildinni er mikið unnið með frjálsa leikinn. Börnin velja sér svæði til leikja og geta hætt leik og farið í annan þegar þau vilja.

Í leiknum geta börnin valið að leika á Bláabergi, á Grænuhlíð sem er deild með börnum fædd 2018 og í Gjánni. Í boði er úrvals leik- og námsefni, eins og t.d. einingakubbar, snjalltæki, holukubbar, hlutverkaleikur, málörvun, vísindi og stærðfræði. Í Gjánni sameinast börn frá öllum deildum leikskólans. Útinám er einu sinni í viku þar sem börnin fá að kynnast sínu nánasta umhverfi og gera ýmiss verkefni. Á sumrin bætist við smíðakrókur þar sem börnin smíða frjálst og kynnast notkun ýmissa smíðaverkfæra. Þau fara markvisst í hreyfisal einu sinni í viku og listasmiðja hefur færst inn á deild en þar hafa börnin daglegan aðgang að efnivið sem efla gróf-, fínhreyfingar og sköpunarhæfni Þeirra.

Farið er í samverustund/markvissa málörvun fimm sinnum í viku þar sem farið er yfir veðurfræðing, farið í leiki, lesið, sungið, börnin tjá sig og læra að hlusta á aðra. Einnig er farið í verkefnavinnu einu sinni í viku. Öll börn fara í kyrrðarstund einu sinni í viku þar sem markvisst er unnið með rósemd og umhyggju. Skipulögð útivera er á hverjum degi.

Stjörnuhópur tekur þátt í verkefninu Brúum bilið sem er samstarfsverkefni skólanna í Grindavík. Börnin fara í reglulegar heimsóknir í skóla og stofnanir bæjarins og vinna ýmis verkefni í leikskólanum.


Netfang bláabergs er blaaberg@skolar.is

Hér má sjá dagskipulag eldri deilda

© 2016 - Karellen