Velkomin á Gulanes.
Gulanes er ein af þremur yngri deildum leikskólans. Á Gulanesi eru börn á aldrinum 18 mánaða - 4 ára. Mikið er unnið með frjálsa leikinn og það leikefni sem er boðið upp á er hlutverkaleikur, stærðfræði- og vísindatengt efni eins og ýmiskonar kubbar, efni tengt sköpun og slökun. Unnið er markvisst með könnunarleik, einingarkubba, Tónmál og kyrrðarstund inni á deild. Börn frá 18 mánaða til 2 ára eru mest inni á sinni deild, með því er lögð áhersla á að þau fái góða aðlögun sem gefur þeim öryggi í leikskólanum.
Í Gjánni er boðið upp á hlutverkaleik og leik með holukubba auk þess sem boðið er upp á málörvun í borðleikjum. Í Gjánni sameinast þau börnum af öðrum deildum í leik.
Hreyfing og listsköpun tvinnast inn í starf deildarinnar, ýmist í skipulögðum hópum eða frjálsu vali.
Börnunum er skipt upp í tvo hópa á deildinni. Eldri árgangur er í Sólarhóp og yngri árgangur er í Blómahóp. Í samverustund er meðal annars farið yfir dagatal, sungið, farið í leiki, lesið bækur, börnin tjá sig og læra að hlusta á aðra. Fyrir hádegismatinn eru gerðar núvitundaræfingar. Hvíldartími er eftir hádegisverð. Skipulögð útivera er á hverjum degi.
Netfangið á Gulanesi er gulanes@skolar.is
Hér má sjá dagskipulag yngri deilda