Reglur um inntöku barna

Reglur um inntöku barna má sjá hér


Barnavernd

Samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80 síðan 2002 er leikskólastjórum og kennurum skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu ekki viðunandi. Tilkynningarskylda gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu.


Börn að sækja börn

Samkvæmt tilskipun frá skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar er okkur ekki heimilt að afhenda börn í leikskólanum börnum undir 12 ára aldri. Biðjum við foreldra um að virða þessa reglu.


Lyfjagjafir

Í samráði við HSS hafa verið gerðar reglur um lyfjagjöf í leikskóla. Þar segir að eingöngu megi gefa astma- ofnæmis– og ofvirknilyf í leikskólum og þá eftir skriflegum fyrirmælum frá lækni. Lyfin eru geymd á öruggum stað og eru sér eyðublöð, sem þarf að skrá magn og notkun. Sýklalyf sem börn taka í stuttan tíma á ekki að þurfa að gefa í leikskólanum. Að sögn lækna er nóg að gefa slík lyf með mjólk að morgni, þegar komið er heim og fyrir svefn. Reglur þessar eru settar til að stuðla að öryggi barna í leikskóla. Samkvæmt þessu megum við ekki gefa börnum önnur lyf en fyrr greinir og biðjum við foreldra að virða það.




© 2016 - Karellen