Starfsáætlun og innra mat:

Samkvæmt Lögum um leikskóla á leikskólastjóri að gefa árlega út sérstaka starfsáætlun. Í starfsáætlun er gerð grein fyrir árlegri starfsemi leikskóla, svo sem skóladagatali og öðru því sem varðar starfsemi leikskólans. Starfsáætlun Heilsuleikskólans Króks sýnir þau verkefni sem áætlað er að framkvæma á skólaárinu og byggir hún á endurmati á starfsáætlun frá síðasta skólaári. Einn liður í starfsáætluninni er innra mat leikskólans. Við skólann er fjögurra manna matsteymi sem hefur það hlutverk að stjórna og halda utan um innra mat skólans. Markmið teymisins er að þróa innra mat þannig að það taki til allra þátta skólastarfsins og verði skólanum til framdráttar í áframhaldandi þróun til bættra starfshátta. Í matsteyminu sitja þrír kennarar og einn stjórnandi. Með vel skipulögðu matsferli er tryggt að umbætur fari fram með það að markmiði að auka gæði leikskólastarfsins. Starfsáætlunin er í stöðugri þróun og má segja að nýjar hugmyndir vakni stöðugt við vinnu á endurmati á verkefnum liðins skólaárs og er því hér um lifandi plagg að ræða.


Starfsáætlun Heilsuleikskólans Króks 2023-2024


Ýmis gögn og áætlanir:

Eineltisáætlun Króks 2. útgáfa

Áfallaáætlun Króks

Viðbragðsáætlun Heilsuleikskólans Króks

Rýmingaráætlun vegna eldgoss

Jafnréttisstefna Króks

Brúum bilið/Samstarf leik- og grunnskóla í Grindavík


© 2016 - Karellen