Lög foreldrafélagsins Króks

 1. gr.Félagið heitir Foreldrafélag heilsuleikskólans Króks.

 2. gr. Varnarþing félagsins er í Grindavík.

 3. gr. Félagar eru foreldrar og/eða forráðamenn barna á heilsuleikskólanum Króki.

 4. gr. Aðalmarkmið foreldrafélagsins er að styðja og styrkja samvinnu leikskólans og heimilanna og tryggja velferð og hagsmuni barnanna. Starf félagsins er unnið í samræmi við stefnu leikskólans. Jákvæð samskipti og jákvæð tengsl foreldra og leikskóla styrkja uppeldisstarf leikskólans og starfsemi hans.

 5. gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið greiðist mánaðarlega og er innheimt með leikskólagjöldum. Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins.

 6. gr.Kosning til stjórnar fer fram á aðalfundi. Í stjórn sitja sjö manns. Tryggt skal að í stjórn sitji fulltrúi foreldra/forráðamannafrá öllum fjórum deildum leikskólans.Kjósa skal formann sérstaklega og er hann kosinn til tveggja ára í senn.Ef fleiri en sex tilnefningar koma um önnur sæti í stjórn skal kjósa skriflega á milli þeirra sem bjóða sig fram. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga. Stjórn skiptir með sér verkum; varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórnendur. Aldrei mega fleiri en fjórir, að hámarki, ganga úr stjórn á hverjum aðalfundi. ( sjá bráðabirgðaákvæði neðst). Enginn má þó sitja lengur en þrjú ár samfellt. Stjórn kemur saman eins oft og þurfa þykir en þó eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði.

 7. gr. Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skulu félagsmenn móta leiðir að markmiði félagsins. Allar ákvarðanir skulu færðar í sérstaka fundargerðarbók.

 8. gr. Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess.

 9. gr. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. september til 1. nóvember ár hvert. Aðalfund skal boða með auglýsingu á deildum leikskólans með minnst 14 daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.Reikningsár félagsins er frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Formaður setur fund

  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

  3. Skýrsla stjórnar

  4. Reikningar félagsins

  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.

  6. Lagabreytingar

  7. Kosning stjórnar

  8. Kosning skoðunarmanna

  9. Félagsgjald ákveðið

  10. Önnur mál

   Fundinum skal stjórnað samkvæmt almennum fundarsköpum.
   Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir þeir sem greitt hafa árgjald félagsins og teljast skuldlausir við félagið. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrlitum mála nema annað sé tekið fram í lögum þessum.Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá aðeins með a.m.k. 2/3 hlutum atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra fulltrúa.Hægt er að boða til aukaaðalfundar ef 2/3 hlutar félagsmanna, skv. félagaskrá, óska þess.

 10. gr. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórnviku fyrir aðalfund.

 11. gr. Tillaga um að leggja niður félagið skal borin upp á aðalfundi.Samþykki þarf a.m.k. 2/3 hlutum atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra fulltrúa til að félagið verði lagt niður. Allar eignir félagsins skulu renna til Leikskólans.

Lög þessi samþykkt á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 28. september 2010.


© 2016 - Karellen