news

Dagur íslenskrar náttúru á Króki

05. 10. 2023

Dagur íslenskrar náttúru var laugardaginn 16. september og í tilefni af því vorum við með grænan dag föstudaginn 15. september: Við fengum græna ávexti og grænmeti í morgunhressingu og flestir mættu í einhverju grænu.

Við skráðum okkur í verkefnið Göngum í skólann en verkefnið okkar „hvernig komst þú í leikskólann?“ fellur vel að því verkefni. Krakkarnir voru dugleg að merkja hvernig þau mættu í leikskólann og voru áhugasöm í umræðum um mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og njóta náttúrunnar.

Farið var í göngutúra um nánasta umhverfi en í vetur ætlum við að vinna með þemað átthagar og landslag ásamt því að búin voru til náttúruarmbönd sem börnunum fannst mjög gaman að gera.


© 2016 - Karellen