news

22 ára afmæli Heilsuleikskólans Króks

07. 02. 2023

Afmæli leikskólans er 5. febrúar og í ár héldum við upp á það á föstudeginum 3. febrúar. Þann dag varð Heilsuleikskólinn Krókur 22 ára. Við héldum einnig upp á Dag leikskólans sem er alltaf 6. febrúar. Það var flæði um leikskólann á meðan afmælishátíðin var og fóru börnin á milli svæða og fundu sér leikefni sem þau höfðu áhuga á að skoða, líkt og kubba, ljósaborð, slím, I-pad og margt fleira spennandi. Þessi dagur er alltaf jafn skemmtilegur og allir að njóta sín. Mikil gleði og ánægja skein úr augum allra og gaman að fá svona skemmtilegt uppbrot í daginn okkar. Í síðdegishressingunni var afmæliskaka sem rann ljúft niður hjá öllum.


© 2016 - Karellen