news

Alþjóðlegi drulludagurinn

05. 07. 2022

Alþjóðlegi drulludagurinn var haldinn hátíðlegur á Króki fimmtudaginn 30. júni. Það viðraði fullkomlega fyrir sull þennan dag og var hlýtt í veðri. Börnin skemmtu sér konunglega við að búa til alls konar drullukökur og súpur og var vatnið mjög vinsælt. Allir skemmtu sér konunglega, börn og starfsfólk.

© 2016 - Karellen