news

Dagur íslenskrar tungu og foreldrakaffi

01. 12. 2022

Fjölskyldukaffi var haldið 15. og 16. nóvember síðastliðinn í tengslum við Dag íslenskrar tungu.Markmið Dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og fagna sögu hennar.Rauðasel, Fjólulundur og Gulanes buðu gestum á þriðjudeginum og Grænahlíð og Bláaberg buðu gestum á miðvikudeginum. Börnin sungu fyrir gesti sína og gerðu einnig hugleiðslur. Í vikunni á undan höfðu börnin bakað smákökur sem þau buðu gestum uppá og nutu saman góðra samvista. Mæting gesta var mjög góð og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna.

© 2016 - Karellen