news

Erasmus+ verkefnið Bio-Trio 2

30. 05. 2023

Undanfarin ár höfum við tekið þátt í þróunarverkefninu Bio-Trio 2 sem styrkt er af Erasmus+ fyrir hönd Skóla ehf ásamt kennurum frá Heilsuleikskólanum Kór og Heilsuleikskólanum Skógarási. Er þetta framhaldsverkefni í samstarfi við stofnanir í Ungverjalandi, Slóvakíu og Hreyfiland á Íslandi. Alls eru um 15 þátttakendur frá þessum þremur löndum. Markmið þessa verkefnis er að læra aðferðir til að styrkja samskipti á milli foreldra, barna og fagfólks og er nafnið Bio-Trio hugsað út frá þessum þremur hópum. Þátttakendur læra hvernig á að vera með vinnustofur til að fræða foreldra og annað fagfólk sem vinnur með börnum og margt fleira. Sjá https://biotrio.org/

© 2016 - Karellen