news

Grænfáninn og Dagur umhverfisins

28. 11. 2022

Í byrjun nóvember fékk Heilsuleikskólinn Krókur afhentan Grænfánann í sjötta sinn og erum við mjög stolt af því og okkar vinnu. Markmið grænna skóla er t.d. að efla samfélagskennd innan leikskólans, minnka úrgang, auka umhverfisvitund, styrkja lýðræðisleg vinnubrögð og mennta til sjálfbærni.

Til að fá að flagga Grænfánanum þarf að vera starfandi umhverfisnefnd bæði meðal starfsmanna og barna og vinna markvisst með eitt til tvö þemu yfir tveggja ára tímabil. Síðastliðin ár unnum við með þemun loftlagsbreytingar og samgöngur og hnattrænt jafnrétti. Við setjum okkur markmið og metum hvernig okkur gengur og erum með umhverfissáttamála sem við störfum eftir.

Á degi umhverfisins sem var 16. september settum við af stað verkefnið „Hvernig komst þú í leikskólann í dag?“. Gaman var að sjá hversu áhugasöm börnin og foreldrar voru meðan á verkefninu stóð og komu reglulega upp skemmtilegar umræður um ólíka ferðamáta. Verkefnið spratt upp frá þemanu loftlagsbreytingar og samgöngur.



© 2016 - Karellen