news

Hjálparhandavika

28. 01. 2022

Í næstu viku (31. janúar - 4. febrúar) verður Hjálparhandarvika hjá okkur á Króki. Námsefnið Hjálparhendur, sem skólinn hefur unnið með síðan 2007 hefur þann tilgang að kenna börnum að hjálpa öðrum með vinsamlegri snertingu „Hjálparhöndum“ og öðlast með því samhygð fyrir öðrum.

Meginþema námsefnisins er að okkur líður vel þegar við getum hjálpað öðrum. Börn sem læra að nota Hjálparhendur þegar félagi hefur meitt sig eða líður illa upplifa jákvæða tengingu við aðra. Þessi líðan hefur jákvæð áhrif á sjálfsöryggi og sjálfstæði sem eru tilfinningar sem eru algjörar andstæður við einelti og þess háttar hegðun.

Aðferðin er byggð á orkubeitingarkenningu Dr. Johns E. Upledger, einstaklega létt jákvæð og umhyggjusöm snerting þar sem hendurnar eru notaðar til þess að beina jákvæðri orku í gegnum stað á líkamanum, þar sem áverki/meiðsl eru.Börnin setja hendur sínar sitthvoru megin við “meiddið”, loka augunum og hugsa góðar hugsanir um þann sem þau eru að hjálpa. Ef um var að ræða tilfinningalegan sársauka þá skal setja hjálparhendur sínar sitthvoru megin við hjartað , höfuð eða brjóstkassa barnsins sem líður illa.

Rannsóknir hafa sýnt að börn eru líklegri til að sýna jákvæða umhyggjusama hegðun og minni líkur á að þau sýni neikvæða andfélagslega hegðun. Kennarnir sem tóku þátt í rannsókninni tóku eftir að hegðun barnanna breyttist í þá átt að samhygð og umburðarlyndi nemandanna jókst og andfélagsleg hegðun minnkaði.

Það er Upledger stofnunin á Íslandi sem gefur út námsefnið en sú stofnun rekur höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðarskóla. Stofnunin hefur gefið út barnabókina Hjálparhendur, sem styður við verkefnið og er hægt að kaupa hana á www.upledger.is þar sem einnig er hægt að lesa meira um verkefnið.

© 2016 - Karellen