news

Jól í skókassa

30. 11. 2022

Verkefnið Jól í skókassa hefur verið í gangi hjá okkur hér í Heilsuleikskólanum Króki í nokkur ár. Markmið verkefnisins í ár er að fá börn og foreldra til að gleðja börn í Úkraínu sem búa við sjúkdóma, fátækt og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

Elsti árgangur leikskólans hefur séð um verkefnið og leitað var til foreldra leikskólabarnanna um gjafir í kassana og færum við foreldrum og börnum miklar þakkir fyrir framlag sitt. Foreldrafélagið tekur þátt í þessu verkefni með okkur með því að borga sendingakostnaðinn við að senda kassana erlendis og kunnum við því bestu þakkir fyrir samvinnuna.

Í ár afhentum við 12 fullbúna jóla-skókassa sem börnin voru búin að pakka inn og skreyta á sinn hátt. Meðan á þessu verkefni stóð sköpuðust mjög góðar umræður hjá börnunum og þá sérstaklega um réttindi og forréttindi, ólík fjölskyldumynstur og samkennd.

© 2016 - Karellen