news

Sólblómahátíð Króks

02. 07. 2023

Sólblómahátíðin okkar var haldin á góðum degi í júní og var mætingin alveg frábær. Hátíðin er samstarfsverkefni leikskólans og foreldrafélagsins. Elstu börnin sáu um að selja kaffi, djús og kókóskúlur en ágóðinn af sölunni fer allur til SOS barnsins okkar hans Ricardo. Börn og foreldrar skemmtu sér vel og í boði var hestateyming, grillaðar pylsur, andlitsmálning, smíðastöð og vatnsrennibraut ásamt fleiru.

© 2016 - Karellen